Eigendur

gamla og gamli  allis ltil

Eigandi jarðarinnar Hrauns 1, í Sveitarfélaginu Ölfusi, er Hraunsós ehf. Einnig er félagið eigandi af helmings hlut í Hraunshól, Hraunshjáleigu og Lágum, en jarðirnar tilheyra svokallaðri Hraunstorfu. Sjá nánar í "Saga jarðarinnar".

Árið 2002 stofnuðu Sigríður og Hrafnkell hlutafélagið Hraunsós ehf og skráðu jarðirnar, allar eignir búsins, og rekstur á félagið, en íbúðarhúsin á Hraun 1b og Hraun 1, með lóðum, eru áfram eign Sigríðar og Hrafnkels.
Eigendur félagsins eru Hrafnkell Karlsson og Sigríður Gestsdóttir.
Hrafnkell er fæddur og uppalinn á Hrauni og hafa forfeður, í beinan karllegg, búið á Hrauni frá því laust eftir aldamót 1800. Sigríður er fædd og uppalin á Selfossi, foreldrar hennar eru Gestur Jónsson og Steinunn Ástgeirsdóttir, ættuð úr Landsveit og Ásahreppi í Rangárþingi.

Hrafnkell og Sigríður byrjuðu búskap að Hrauni 1973 á móti Karli og Brynhildi foreldrum Hrafnkels.


Dætur þeirra eru Steinunn, fædd 9. febrúar 1972, læknaritari og nemi í sálfræði, búsett í Reykjavík. Kolbrún, fædd 1. júní 1974, lyfjafræðingur, búsett í Kópavogi. Brynja, fædd 29. sept. 1982, líffræðingur og doktorsnemi,  búsett í Hveragerði.

vnting jan 2010 kn siguroddur p 2.jpg

Staðsetning


Jörðin Hraun (Hraunstorfan) er
staðsett vestan Ölfusárósa
Nánar

Starfsfólk


Frá áramótum 2013/2014 vinna Hrafnkell og Sigríður ein við búið
Nánar

Saga jarðarinnar


Hraunstorfan er samansett að fornu
úr 6 jörðum, Hrauni, Lágum, Hrauns...
Nánar

Áhugavert


Hér er hægt að skoða yfirlitskort 
örnefna í landi Hrauns:
Nánar