Hraunstorfan er samansett að fornu úr 6 jörðum, Hrauni, Lágum, Hraunshjáleigu, Hraunshól, Hofi og Slapp. Í dag er Hraun 1 og Hraun 1b í byggð, í eigu Hrafnkels og Sigríðar. Einnig Hraun 2 og Hraun 2 b í eigu Þórhildar Ólafsdóttur og Hannesar Sigurðssonar.
Slapp var í byggð rúm 100 ár og Hof í styttri tíma. Hraunshjáleiga og Hraunshóll fóru úr byggð upp úr aldarmótum 1900 og Lágar 1950. Hof og Slapp hafa verið sameinaðar móðurjörðinni, en hinar hjáleigurnar eru skráðar sem sér lögbýli. Meðeigendur Hrafnkels og Sigríðar á Hraunstorfunni að hálfu eru ábúendur á Hrauni 2, þau Þórhildur Ólafsdóttir og Hannes Sigurðsson.
Hrafnkell og Sigríður hafa rekið hlutafélag um búreksturinn á Hrauni, Hraunsós ehf., frá 2002 og einnig hlutafélag um skógrækt á Hraunstorfunni , Hraunsskóga ehf með Þórhildi og Hannesi.
Hraun telst ekki til landnámsjarða en talið er að Hraun hafi byggst sem sjálfstæð jörð á 12.- 13. öld en hennar er getið í rituðum heimildum um 1400. Sagt er frá átökum sem urðu á Hrauni 1502 þegar Lénharður fógeti var veginn þar, sjá á: http://www.ferlir.is/?id=3952
Vigdís Sæmundsdóttir og Þorlákur Jónsson (amma og afi Hrafnkels) byrjuðu búskap á Hrauni upp úr aldamótum 1900. Þorlákur lést úr lungnabólgu 1915, aðeins liðlega fertugur, eftir 13 ára hjónaband. Stutta en athyglisverða sögu Vigdísar rekur sveitungi hennar, Guðrún Snorradóttir frá Þórusstöðum í tilefni 70 ára afmælisdags hennar 1947, í ritinu Hlín árið 1948.
Hér er vísir inn á grein Guðrúnar (Ath: flettið eina síðu fram þegar greinin birtist):
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=319764&pageId=4992203&lang=is&q=
Árið 1718 fórst herskipið Giötheborg á Hraunsskeiði. Skipið var danst herskip sem fylgdi dönskum kaupskipum til landsins vegna stríðs við Svía. Björgun skipshafnarinnar er eitt mesta björgunarafrek íslenskrar sögu og björguðust 170 manns úr strandinu.(heimild Árni Óla Mbl 1953)
Hér er vísir inn á sögu strandsins sem birtist í Mbl. 22. feb. 1953, skrifað af Árna Óla.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3280783
Hér að neðan er tilvitnun úr árbók Fornleyfafélag Íslands frá 1927 um árósinn
Árósinn.
Sumir halda að Ölfusá hafi runnið nær því beint til sjávar frá
Kallaðarnesi, við Hamarenda — vestast um árlónið, eins og það er
nú — og ósinn verið út í Skötubót (Jón Árnason, Þorláksshöfn). Ekki
verður fullyrt, að þetta sé ómögulegt. Hitt þykir mér þó líklegra, bæði
sökum landslags og fleira, er síðar kemur til álita, að síðan um landnám
að minsta kosti, hafi ósinn ekki verið vestar en nálægt miðju
Skeiði, og fyrir vestan Miðöldu. Sandrifið frá árósnum þá, alt að
Hamarenda eða Skötubót sennilega, hefur verið kallað Vikarsskeið.1)
Nú er þessi hluti Skeiðsins nefndur Hafnarskeið eða Þorlákshafnarskeið,
en Hraunsskeið sá er austar liggur.
1) Svo er nafnið ritað í Landnámu frá 1891, bls. 83, og í Harðarsögu (19.
kap., en ranglega talið þar við Þjórsá). í nýjustu útgáfu Landnámu (1925, bls. 64)
er ritað Víkarsskeið, og i Laxdælu (5. kap.) Vikrarskeið. Nafnið er því vafasamt,
og merking þess óþekt. Kemur það upp i fyrstu þar sem Auður djúpauðga brýtur
skip sitt hér í lendingu. Mætti því máske geta til, að hún sé nafngjafinn. —
Minna var tilefni nafngjafa hennar í Dölum (Kambsnes, Dögurðarnes), og eðlilegt
að þau héldust betur í minni niðja hennar, þar sem þeir ólust upp og sáu
til. Sennilega hefur Auður ætlað i fyrstu að byggja í Ölfusinu, með ráði Ingólfs,
og ætlað að sigla í kjölfar hans, en borið of vestarlega að árósnum. Aðkoman
varð köld, og allur forði ónýttist. Varð því að flýja þaðan — máske fyrst til
Ingólfs, á leið til Helga. Nú mátti fleira en eitt verða til nafngjafar. Maður sá
(eða jafnvel hestur), sem fyrstur rann skeiðið til þess að leita hjálpar og mannabygða
— meðan skipbrotsmenn skýldu sjer með rekaldinu — gat heitið Vikarr,
eins og konungur einn, er var forfaðir Auðar (Fornbréfasafn I., bls. 532). Eða
sá, er á laun annaðist skipssmíðina, og væri skipið því kallað Vikarsskeið í viðlögum.
Sumir ætla að vikurhrönn valdi nafni, og væri V/Tcraskeið. Vikurhrönn
er þó óliklegri við Ölfusá en Þjórsá, eða þar i nánd.
Þrent er til ólíkinda um það, að árósinn á fyrri öldum væri svo
austarlega sem nú:
1. Þess er getið í Biskupasögum (I., bls. 388), líklega snemma á
13. öld, að maður á Drepstokki toeki hest »ok riði út til óss«. — Nú
mun áin komin fast að því bæjarstæði, en sjórinn búinn að skola því
burt. Og svo var komið langt 1708 (Jarðabók): »Sá bær hefur fluttur
verið framan af sandinum fyrir sjóargangi og því eytt það forna
bæjarstæði og túnstæði alt«.
2. Fyrir vestan Miðöldu — og sunnan Hamarenda — eru enn í
dag landamerkin milli Hrauns í Ölfusi og Þorlákshafnar. Varla getur
annað verið, en að Þorlákshöfn — svo stórri jörð sem hún er enn —
hafi í fyrstu verið tekið land og rekaréttur alveg austur að árósi.
Nú gilda þar við sjóinn fjallamið, og hafa þau verið tekin eftir að
ósinn fór að færast til. — Eins og er við Þjórsá. Fljótshólar eiga nú
mörg hundruð metra fjöru fyrir austan ána. Árnar báðar hafa skert
mjög Eyrarbakka, hvor á sínum enda.
3. Þó stórbýlið Drepstokkur verði tæplega talið með landnámsjörðum,
hlaut það að eiga mikið land, og einhversstaðar hlaut það
að vera, en nú er sárlítið eftir af því. Land þeirrar jarðar hefur legið
út að árósi, því að við ósinn átti hún selaveiði. — Einarshöfn gamla
var mjög skamt frá að austanverðu, og Nes að norðvestan verðu, en
það mun aldrei hafa átt land að sjó, fyr en það hirti rytjuna af Refstokki
(Rekstokki), það er Drepstokki hinum forna. Þar bjó sá Herjólfur,
sem 985 flutti til Grænlands, og nam þar Herjólfsnes.
Útfallsbreytingin hlýtur að hafa tekið langan tíma, og orðið sennilega
smátt og smátt á 13. og 14. öld. Við þá breyting hefur Drepstokkur
mist mest af beztd landi sínu, tún og vallendisflatir (ef til
vill »eins og á gull sæi« af fíflum og sóley, svo sem lýst er flötunum
hjá gömlu Einarshöfn á dögum Ögmundar biskups). Það var
mikil skerðing fyrir Eyrarbakka, þegar kvísl úr ánni náði í aðra útrás
eða braut sig fram í sjó nálægt Drepstokki, og þó að vonum
nokkuð vestar en útfallið er nú. Það mun síga hægt og hægt austur
á bóginn. Þá kom upp rjettnefnið: Skerðingarhólmur. Langur hefur
hann verið til austurs og vesturs milli árkvíslanna, en varla breiður
milli lóns og sjávar. Og úr því gat naumast verið þar svo mikið
graslendi, að þar bygðist nokkru sinni bær eða væri lífvænleg bújörð:
»Gaard«, sem Kaalund nefnir (Hist. top. Beskr. af Island).
Hugsanlegra væri smákot eða búðsetufólk, og þá helzt til þess að
vakta reka fyrir Skálholtsstól — en þar finn eg engar aðrar líkur fyrir.
Hólmur þessi er fyrir mörgum öldum orðinn samfastur Skeiðinu,
og hefur ekki á síðustu öldum borið annan gróður teljandi
en melgresi (blöðku, elymus arenarius), helzt á Miðöldu og út frá henni.
Mismikið er melgrasið þar, sem annarstaðar, eftir veðrum og árferði.
Brotnar og grær á víxl, og jafnvel Miðalda getur færst til,
því hún mun vera að mestu sanddyngja, er borist hefur í
stærsta melinn og ræturnar haldið saman.