Gulrófnarækt

Gulrófurnar yfirbreiddarGulrófur hafa verið ræktaðar hér á Hrauni um margra áratuga skeið, fyrst af foreldrum Hrafnkels, en núverandi ábúendur byrjuðu gulrófnarækt 1975. Vélkældar geymslur voru ekki fyrir hendi fyrr en við byggðum 1976 og aðra 1980, báðar af norskri fyrirmynd. Í upphafi þurfti að byggja upp markað og fengum við aðstoð gamalreynds sölumanns, Sigurðar Grímssonar sem lengi hafði selt rófur fyrir vini sína úr Mýrdalnum. Selt var í 6 búðir í Reykjavík í fyrstu en síðar seldum við inn í Grænmetisverslun landbúnaðarins og síðar í arftaka hennar, Ágæti og í Sölufélag garðyrkjumanna eftir að SFG hafði keypt Ágæti.

Rauðar og fallegar

Framleiðslan hefur lengst af verið um og yfir 100 tonn á ári en nú síðustu árin 150 - 200 tonnum (selt magn).

Sala

Öll framleiðslan er seld í 25 kg netpokum, en SFG hefur verið að þróa aðferðir við pökkun í neytendaumbúðir, sem  lofar góðu. Netpokinn fer síðan í smásöluverslunina og eru rófurnar nú mest seldar í lausu þannig að engin leið er til að greina hvaðan þær koma. Við sjáum fyrir okkur að innan fárra ára verði öllum rófum pakkað í neytendaumbúðir, því eina vörnin við vaxandi samkeppni erlendis frá er að sérmerkja framleiðsluna, þannig að neytendur geti greint hvað er íslenst og einnig að neytandinn geti séð hver framleiðandinn er.


Hér er vísir inn á markaðssíðu SFG http://www.islenskt.is/?webID=1

Hér er einnig vísir inn á grein eftir Óla Val Hansson og Áslaugu Helgadóttur
 um uppruna gulrófunnar á íslandi.
 http://www.landbunadur.is/landbunadur/wgsamvef.nsf/0/1f4cb8696b24c1f700256f4900510d01/$FILE/gr-buv1-ovh&ah.PDF



Garðyrkja

IMG_0047.jpg