Uppskerufréttir

Margt hefur drifið á dagana frá síðustu frétt úr búskapnum.  Kynbótasýningar og Landsmót löngu afstaðið, en þrjár 5v hryssur frá búinu unnu sér rétt til þátttöku á landsmótinu og komst Brák frá Hrauni þar lengst og hreppti 3 sætið í 5v flokknum með 8,43 í Ae.  Önnur hross búsins sem sýnd voru fengu þokkalega útkomu, en athyglisverðust er 4v. Klárhryssa, Sæla frá Hrauni, undan Krák og Sól, sem fékk 8,5 fyrir tölt, brokk og vilja og geðslag. Rófur fóru fyrst frá búinu um miðjan mánuðinn og hafa farið vikulega síðan. Uppskeruhorfur eru góðar en barátta hefur verið að bæta upp áburðartap...

12-08-2014
Nánar
Uppskerutími hrossaræktarinnar 2014

Þessar vikurnar eru folöld búsins að koma í heiminn.  Sól frá Hvoli, sem er ein af ræktunarmerum okkar, kastaði í vikunni bleikálóttum hesti og er hann undan Stála frá Kjarri.  Heimasætan, eða afabarnið, er hér að taka fyrstu tamningatökin. Sól verður leidd undir Kiljan frá Steinnesi, að þessu sinni.  Undan henni eru komin tvö á tamningaaldur, Selja og Sæla, en þær hafa sýnt fljótt mikla getu, gott geðslag og mikinn fótaburð. Selja, sem er undan Óm frá Kvistum, var sýnd 4 v. sl. vor og fékk þokkalegan hæfileikadóm, en lakari byggingadóm.  Hún fékk m.a. 8 fyrir tölt, 8 fyrir...

25-05-2014
Nánar

Lífið á bænum

vnting jan 2010 kn siguroddur p 3.jpg