Sumarið 2015

Nú þegar sumri er tekið að halla og litið er yfir stöðuna, eftir sérlega kalt vor sem markað hefur spor sín í búskapinn, þá liggur það fyrir að rófuspretta er a.m.k. tveimur vikum á eftir meðalári.  Síðasti mánuður hefur verið þokkalega hlýr en þurrkar há nú sprettu garðagróðurs hér á s-vestur horninu en ef haustið verður gott getur uppskera tosast upp í að ná slakri meðaluppskeru.  Rófurnar geta bætt ótrúlega miklu við sig í september við góðar aðstæður þegar kálið hefur náð fullum þroska. Nú um verslunarmannahelgina var farið í sölvafjöru með hátt í 30 manns og átti að grípa upp mi...

13-08-2015
Nánar
Vorkoman

Eftir vindasaman og leiðinlegan vetur er nú með hækkandi sól tekið að vora.  Framundan er skemmtilegur tími í garðyrkjunni, vinnsla á garðlöndunum og sáðning.  Svo er „uppskerutími“ hrossaræktarinnar,  þegar folöldin koma í heiminn, en við eigum von á 6 folöldum þetta árið. Við munum einnig mæta með m.k. 4 hross á kynbótasýningar í maí og júní, en þar er sett mælistika á getu unghrossanna sem eru búin að vera í tamningu sl. tvo vetur og vonandi verða sýningarhæf trippi á 4 vetri sem gætu bæst við. Annars er hér allt með venjubundnum hætti.  Starfsmenn búsins vinna annars ve...

25-04-2015
Nánar

Lífið á bænum

trippi 2007.jpg