Er Eyrarbakkavegur í hættu?

Ölfusá er mesta vatnsfall landsins með meðalrennsli  um 420 m3/sek.  Eins og gefur að skilja er eðlilegt að slíkt vatnsfall sem Ölfusá er, marki spor í umhverfi sitt.  Áin hefur í gegnum aldirnar brotið mikið land undir sig við árbakkana.  Talið er að á 14 öld hafi áin brotið sér nýja leið til sjávar á svipuðum slóðum sem hún rennur nú.  Við þá breytingu, og í framhaldi af henni, eyddi hún jörðinni Drepstokki,  sem var austanmegin hennar.   Talið er að við landnám hafi árósarnir verið um 5 km  vestar en nú er. Síðustu áratugina hefur áin verið í svo...

30-01-2014
Nánar
Baráttan við náttúruöflin.

Hér á Hrauni er baráttan við náttúruöflin verkefni sem fylgt hefur jörðinni um aldir.  Ölfusá, stærsta vatnsfall landsins, hefur í raun gífurlegan eyðingarmátt. Það er ekki eingöngu að hún vaði yfir mikið landflæmi hér við ósinn með reglulegum stórflóðum, heldur ber hún fram mikið magn lausra og rokgjarna jarðefna sem berast upp, bæði ármegin við ósinn, og síðan með öldustraumnum með sjávarströndinni, alla leið til Þorlákshafnar.  Sandurinn hleðst upp við ströndina og þegar sjávarkamburinn hefur náð vissri hæð, 8 – 15m, þá nær gróðurinn ekki lengur að binda saman sandinn og vindálag...

18-01-2014
Nánar

Lífið á bænum

trippi 2007.jpg